Þrír nýir umboðsmenn í knattspyrnu skráðir hjá KSÍ
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír nýir umboðsmenn í knattspyrnu hafa verið skráðir hjá KSÍ í upphafi árs 2019 og hafa því öðlast réttindi til að koma fram fyrir hönd leikmanna og/eða félaga við gerð leikmannasamninga eða gerð samninga um félagaskipti. Þeir eru Albert A. Larrea, Saint Paul Edeh og Sigurður Freyr Sigurðsson.
Albert A. Larrea hefur tengst íslenskri knattspyrnu í sjö ár, sem leikmaður, þjálfari og ráðgjafi fyrir neðri deildar lið.
Saint Paul Edeh nýtir reynslu sína sem fyrrum leikmaður ásamt þekkingu sinni á vinnu- og samingalöggjöf.
Sigurður Freyr Sigurðsson starfar sem lögmaður og gefur alhliða ráðgjöf og þjónustu við samningagerð og félagaskipti.
Fyrir eru skráðir sem umboðsmenn hjá KSÍ:
Bjarki Gunnlaugsson
Brjánn Guðjónsson
Erling Reynisson
Kristinn Björgúlfsson
Ólafur Garðarsson