Hæfileikamótun N1 og KSÍ fór fram á Suðurnesjum nýverið
Föstudaginn 11.janúar síðastliðinn voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðurnesjum. Æfingarnar fóru fram við kjöraðstæður í Grindavík og voru þær bæði fyrir stráka og stelpur.
Að þessu sinni komu fulltrúar frá Grindavík, Keflavík, Njarðvík, Reyni/Víði og RKV, 21 drengur og 22 stúlkur.
Æfingarnar gengu mjög vel og voru leikmenn félögum sínum til sóma í alla staði.
Að lokum ber að þakka Grindvíkingum kærlega fyrir góða aðstöðu og frábærar móttökur.
Næsta verkefni í Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður á Austurlandi laugardaginn 2.febrúar næstkomandi.