Flutti erindi á árlegri ráðstefnu japanska knattspyrnusambandsins
Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri, KSÍ tók fyrr í mánuðinum þátt í árlegri þjálfararáðstefnu japanska knattspyrnusambandsins (JFA) og flutti þar skv. beiðni JFA fyrirlestur um íslenska knattspyrnu og hvernig mögulegt væri fyrir svo fámenna þjóð að komast á HM, en viðfangsefni ráðstefnunnar var einmitt uppgjör á HM í Rússlandi 2018. Ráðstefnan fór fram í Kochi 12.-14. janúar og alls voru 1006 ráðstefnugestir, en einungis menntaðir þjálfarar gátu skráð sig á ráðstefnuna. Auk Arnars voru m.a. fyrirlesarar frá Englandi og Frakklandi á ráðstefnunni, auk myndbands-innslaga frá þjálfurum á borð við Roberto Martinez og Gareth Southgate.