Vel sóttur vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga
Endurskoðendur og leyfisfulltrúar félaga sóttu fund í höfuðstöðvum KSÍ
Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 10. janúar sl. Fundurinn, sem stóð yfir í u.þ.b. 90 mínútur, var að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.
Á fundinum fór Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, yfir þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ og leyfisreglugerð UEFA á milli ára. Undanfarin 11 ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en á liðnu ári sat hann einnig í sérstökum vinnuhópi hjá UEFA sem vann að áðurnefndum reglugerðarbreytingum.
Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór svo ítarlega yfir fjárhagslega þætti. Auk þess fór Birna María yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili í kjölfar breytinga á leyfisreglugerð KSÍ.
Fyrir neðan má nálgast glærukynningar frá vinnufundi 2019
Glærukynningar:
Breytingar á leyfisreglugerð, útgáfa 4.1. (Lúðvík S. Georgsson)