A kvenna - Ísland í riðli með Kanada og Skotlandi á Algarve Cup
Tilkynnt hefur verið hverjir mótherjar A landsliðs kvenna verða á Algarve Cup, sem fer fram dagana 27. febrúar til 6. mars. Ísland verður þar í riðli með Kanada og Skotlandi.
Sú breyting hefur orðið á mótinu að lið spila nú þrjá leiki í stað fjögurra. Þetta er gert til að minnka leikjaálag á þeim stutta tíma sem mótið fer fram á.
Ísland hefur aðeins einu sinni áður mætt Kanada, en það var einmitt á Algarve Cup árið 2016. Sá leikur endaði með 1-0 sigri Kanada.
Skotland hefur hins vegar verið tíu sinnum andstæðingur Íslands til þessa. Ísland hefur unnið fimm leikjanna, tveir hafa endað með jafntefli og Skotar hafa þrisvar staðið uppi sem sigurvegarar. Liðin mætast einnig 21. janúar næstkomandi í vináttuleik á La Manga, Spáni.