Tillögur og málefni fyrir ársþing berist eigi síðar en 9. janúar
73. ársþing KSÍ fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Minnt er á að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar nk. Haukur Hinriksson lögfræðingur á skrifstofu KSÍ (haukur@ksi.is) tekur við tillögum og veitir aðstoð við uppsetningu þeirra sé þess óskað.
KSÍ vill einnig koma því á framfæri að Hilton Reykjavík Nordica býður þingfulltrúum og þinggestum gistingu sem hér greinir:
- Eins manns herbergi með morgunverði kr. 19.200.- pr. nótt
- Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 23.100.- pr. nótt
Sambandsaðilar skulu sjálfir panta herbergi á póstfang reykjavik.salesop@hilton.com, þegar það er gert skal vísað til þess að það sé gert í tengslum við þingið.