• fim. 03. jan. 2019
  • Dómaramál
  • Mótamál

Hætt við ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ekki verði notast við ABBA-spyrnuröðina í öllum mótum frá og með 1. janúar 2019. Í stað þess verður notast við hið gamla hefðbundna fyrirkomulag við framkvæmd vítaspyrnukeppna. 

IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) hefur hætt við fyrirætlan sína um að innleiða svokallaða ABBA-spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum í knattspyrnulögin f.o.m. keppnistímabilinu 2019-20. Ástæðan mun vera sú að niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið með þetta fyrirkomulag hjá mörgum aðildarþjóða FIFA (þ.m.t. á Íslandi á síðasta ári) hafa nær einróma verið neikvæðar og það jafnframt hlotið lélegan hljómgrunn hjá knattspyrnuaðdáendum sem fundist hefur það bæði flókið og torskiljanlegt.

Í þessu sambandi hafa verið gerðar viðeigandi breytingar á íslenska texta knattspyrnulaganna sem finna má hér að neðan.

Knattspyrnulögin