Sara Björk er Íþróttamaður ársins 2018
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði A landsliðs kvenna er Íþróttamaður ársins 2018, eftir að hafa orðið hlutskörpust í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Verðlaunin voru afhent í Hörpu. Sara hlaut einnig flest atkvæði Leikmannavals KSÍ í kjöri á Knattspyrnukonu ársins 2018. Sara hlýtur nú nafnbótina Íþróttamaður ársins í fyrsta skipti, en hún hefur verið á meðal 10 efstu í kjörinu síðustu sex ár, og sjö sinnum alls.
Frábær árangur og frábært ár hjá Söru. Knattspyrnusamband Íslands óskar henni innilega til hamingju!