2213 fundur stjórnar KSÍ - 13. desember 2018
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen (tók sæti á fundi kl. 16:30), Gísli Gíslason, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Vignir Már Þormóðsson.
Mættir varamenn: Ingvar Guðjónsson, Kristinn Jakobsson og Jóhann Torfason.
Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Stefán Sveinn Gunnarsson úr markaðsdeild KSÍ tók sæti á fundinum undir dagskrárlið 4.
Fjarverandi: Borghildur Sigurðardóttir og Ingi Sigurðsson aðalmenn í stjórn.
Þetta var gert:
- Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar:
- Unglinganefnd kvenna 6. desember 2018. Ragnhildur Skúladóttir formaður nefndarinnar fylgdi fundargerðinni úr hlaði og fagnaði ráðningarsamningum þjálfara yngri landsliða kvenna.
- Fjárhagsnefnd 22. nóvember 2018.
- Mannvirkjanefnd 22. nóvember 2018.
- Laga-og leikreglnanefnd 5. desember 2018: Gísli Gíslason formaður nefndarinnar fylgdi fundargerðinni úr hlaði og ræddi um veðmál og hagræðingu úrslita. Telur mikilvæg að til séu miðlægar reglur á vettvangi ÍSÍ.
- Mótanefnd KSÍ 12. desember 2018.
- Útbreiðslunefnd 12. desember 2018. Valgeir Sigurðsson formaður nefndarinnar ræddi um þá könnun sem lögð var fyrir aðildarfélög KSÍ en 43 félög svöruðu. Gagnlegar niðurstöður fengust en ljóst er að staða félaganna er ólík og kallar á mismunandi lausnir. Valgeir ræddi ennfremur um þær tillögur til breytinga á lögum KSÍ sem tengjast sameiningu fræðslunefndar og útbreiðslunefndar og nafn nýrrar nefndar ef breytingarnar verða samþykktar.
- Niðurstöður starfshóps um breytingar á lögum KSÍ.
- Lagðar voru fram breytingatillögur frá ÍTF við niðurstöðu starfshóps um breytingar á lögum KSÍ. Rætt var ítarlega um tillögur ÍTF. Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason og 1-2 fulltrúar stjórnar munu ræða lagabreytingarnar við ÍTF.
- Lagðar voru fram breytingatillögur frá ÍTF við niðurstöðu starfshóps um breytingar á lögum KSÍ. Rætt var ítarlega um tillögur ÍTF. Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason og 1-2 fulltrúar stjórnar munu ræða lagabreytingarnar við ÍTF.
- Markaðsmál
- Stefán Sveinn Gunnarsson fór yfir hugmyndir að eflingu nýrra tekjustrauma sambandsins og hvaða vinnu búið er að inna af hendi er varðar vörumerkjastefnu sambandsins.
- Stefán Sveinn Gunnarsson fór yfir hugmyndir að eflingu nýrra tekjustrauma sambandsins og hvaða vinnu búið er að inna af hendi er varðar vörumerkjastefnu sambandsins.
- Gísli Gíslason formaður laga-og leikreglnanefndar kynnti tillögur um breytingar á reglugerðum KSÍ:
- Tillaga frá laga-og leikreglnanefnd um breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga (vegna veðmála og hagræðingu úrslita), sjá fylgiskjal 1. Tillagan var samþykkt.
- Tillaga um breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga, sjá fylgiskjal 2. Samþykkt að senda tillöguna til ÍTF til umsagnar.
- Tillaga um breytingar á reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ, fylgiskjal 3. Tillagan var samþykkt en þeim hluta sem snýr að framlagi í sjóðinn var vísað til fjárhagsnefndar.
- Í framhaldi af fyrri umræðu um breytingar á félagaskiptaglugganum var kynnt álit aðildarfélaga KSÍ á félagaskiptaglugga kvenna (þ.e. hvort að sá gluggi ætti að vera annar en karla). Þau félög sem svöruðu fyrirspurn KSÍ um málið töldu að félagskiptagluggi karla og kvenna ætti að vera sá sami. Stjórn KSÍ mun ekki aðhafast frekar í málinu.
- Ársþing
- Framkvæmdastjóri kynnti fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2019. Fyrirvarar eru á áætluninni m.a. vegna þess að rauntölur fyrir 2018 liggja ekki fyrir. Ljóst er að gæta þarf aðhalds í rekstri á komandi starfsári.
- Lögð var fram tillaga að dagskrá málþings sem fyrirhugað er 8. febrúar næstkomandi í tengslum við ársþingið. Drögin verða send til aðildarfélaga til kynningar, ásamt stefnumótun KSÍ.
- Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins:
- Stjórn samþykkti að skipa Gísli Gíslason, Vignir Már Þormóðsson og Kristinn Jakobsson í starfshóp til að skoða upptöku kostnaðarþátttöku félaga í mótum á vegum KSÍ. Þá verður ÍTF boðið að tilnefna fulltrúa í starfshópinn.
- Niðurrröðun Lengjubikarsins verður staðfest á næstu dögum.
- Fyrstu drög að niðurröðun í efstu deildum eru í vinnslu og verða birt fljótlega. Vel gengur að uppfylla óskir félaganna og viðbrögð ÍTF eru jákvæð.
- Skoða þarf sektaákvæði vegna þeirra félaga sem ekki mættu til leiks í futsal.
- Mótanefnd hefur samþykkt beiðni um undanþágu frá aðildarfélagi á grundvelli greinar 7.1. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót sem heimilar leikmanni að leika með yngri aldursflokki en honum ber ef um er að ræða félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður.
- Rætt um ýmsar breytingar sem þarf að gera á reglugerðum varðandi mótamál, til dæmis töfluröð/leikjaniðurröðun, varavöll, heimild til að óska eftir persónuskilríkjum leikmanna í meistaraflokki, bikarkeppni 3. flokks og markatölu í úrslitakeppni 4. og 5. flokks. Tillögum mótanefndar var vísað til laga-og leikreglnanefndar.
- Mótanefnd ákvað á fundi sínum að lengja sumarfrí yngri flokka í allt að 5 vikur og sú vinnuregla verður sett að óheimilt verði að færa leiki úr fyrri hluta móts aftur í seinni hluta móts.
- Mótanefnd samþykkti á fundi sínum að fella niður úrslitakeppni í 2. flokki karla B-liða.
- Á fundi sínum ítrekaði mótanefnd mikilvægi þess að skerpa á reglugerðum í tengslum við dómsniðurstöðu varðandi leik Völsungs og Hugins (leikur endurleikinn að hluta eða heild).
- Mótanefnd telur mikilvægt að rýmka heimildir nefndarinnar til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar ákvæði reglugerða kveða á um að tvær síðustu umferðir viðkomandi deildar skulu fara fram á sama tíma.
- Landsliðsmál
- Rætt um þjálfaramál U21 karla. Formanni og framkvæmdastjóra var falið að koma málinu í ferli.
- Framkvæmdastjóri kynnti umsóknarferli vegna hæfileikamótunar KSÍ. Þráttán umsóknir bárust og voru fimm umsækjendur teknir í viðtal á tímabilinu 11.-13. desember. Framkvæmdastjóri mun ljúka ráðningarferlinu á næstu dögum.
- Lögð var fram til kynningar yfirlit yfir þau landsliðsverkefni sem liggja fyrir á komandi starfsári.
- Heimsóknir til aðildarfélaga
- Góður gangur er í heimsóknum til aðildarfélaga og eru vonir bundnar við það það takist að ljúka heimsóknum til flestra aðildarfélaga KSÍ fyrir ársþing.
- Góður gangur er í heimsóknum til aðildarfélaga og eru vonir bundnar við það það takist að ljúka heimsóknum til flestra aðildarfélaga KSÍ fyrir ársþing.
- Önnur mál
- Stjórn samþykkti ályktun vegna niðurgreiðslu ferðakostnaðar.
- Niðurstaða úr leikmannaval KSÍ 2018 var kynnt stjórn KSÍ.
- Lagt var fram erindi frá Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands. Stjórn samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsnefndar.
- Stjórn samþykkti beiðni frá Hugin, HK, Fjölni og Þrótti V um að fresta framkvæmdum vegna umsókna um styrkveitingu í mannvirkjasjóð í samræmi við ákvæði í reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð.
- Ingvar Guðjónsson ræddi um hvort að hægt væri að nýta staðbundin dómarafélag betur.
- Ragnhildur Skúladóttir kom á framfæri ítrekun um beiðni um styrk frá Erlingi Jóhannssyni vegna doktorsverkefnis í knattspyrnu í samstarfi við HÍ, en samhliða doktorsverkefninu á Íslandi yrði gerð sambærileg rannsókn í Noregi í samvinnu við NIF og Háskólannn í Bergen.
- Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar benti á að á sama tíma og fundur stjórnar fór fram voru 6 íslenskir dómarar að störfum í leik Dynamo Kiev og FJ Jabloec.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 19:45.
Fylgiskjöl með fundargerð: