Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2018 veitt á Grand hótel mánudaginn 3. desember
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2018 verða veitt á Grand hóteli kl. 17-19 mánudaginn 3. desember. KSÍ er tilnefnt í flokkinum umfjöllun/kynning fyrir stuðning við kynningarátak Parkinsonsamtakanna, Sigrum Parkinson.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað aðeinu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ: Eitt samfélag fyrir alla. Verðlaunin eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2007. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verðlaunanna.