Þorlákur Árnason ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ, hefur verið ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong en um er að ræða tveggja ára samning.
Þorlákur hefur störf í janúar næstkomandi.
,,Ég er gríðarlega stoltur að vera boðið þetta starf. Það sýnir í raun hversu mikil virðing er borin fyrir íslenskum fótbolta í dag."
Við óskum Þorláki velfarnaðar í nýju starfi!