Starf yfirmanns Hæfileikamótunar N1 og KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að ráða þjálfara í fullt starf. Meginverkefni er umsjón með hæfileikamótun KSÍ, úrtaksæfingum og önnur verkefnum tengd yngstu landsliðum Íslands.
Leitað er eftir einstaklingi með KSÍ A, UEFA A eða UEFA Pro þjálfaragráðu og nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hverskonar tölvuvinnslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ í síma 510-2900 eða á klara@ksi.is
Umsóknum skal skilað með tölvupósti til klara@ksi.is eigi síðar en 6. desember.