Vel sóttur fundur formanna- og framkvæmdastjóra
Á laugardag fór fram hinn árlegi fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór hann fram í höfuðstöðvum KSÍ.
Á fundinum fór formaður KSÍ, Guðni Bergson, yfir ýmis mál þ.á.m. stöðu mála vegna nýs Laugardalsvallar, skipulagsbreytingar, stefnumörk og markaðsmál. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, fór yfir heimsóknir stjórnar KSÍ til félaga og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, fór yfir nýtt skipurit skrifstofu KSÍ. Þá fór Gísli Gíslason yfir niðurstöður starfshóps um breytingar á lögum KSÍ en Gísli var formaður þess starfshóps. Birkir Sveinsson, mótastjóri, fór yfir keppnistímabilið 2018 og ræddi um mótamál og niðurröðun.