• mið. 21. nóv. 2018
  • Landslið

Jafntefli við Katar í Eupen

A landslið karla gerði 2-2 jafntefli í lokaleik sínum á árinu 2018, en liðin mættust í vináttuleik í Eupen í Belgíu á mánudag.  Tæplega 3 þúsund áhorfendur voru á leiknum og þurftu þeir ekki að bíða lengi eftir fyrsta marks leiksins, en Katar komst yfir strax í byrjun leiksins með marki beint úr aukaspyrnu.  Íslenska liðið jafnaði metin þegar leið á hálfleikinn og koma það mark einnig eftir aukaspyrnu.  Ari Freyr Skúlason sendi boltann yfir vegginn, í stöngina og þaðan í markvörðinn og inn.  Íslenska liðið komst yfir eftir tæpan klukkutíma leik og var þar að verki Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar varnarmaður Katar handlék knöttin í teignum.  Spyrna Kolbeins var örugg og skoraði hann þarna fyrsta mark sitt fyrir Ísland síðan hann skoraði gegn Frakklandi á EM 2016.  Katar náði að jafna áður en yfir lauk, með þrumuskoti langt utan af velli.  Niðurstaðan 2-2 jafntefli.

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.