U21 karla - Jafntefli í lokaleiknum í Kína
U21 landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Tæland í lokaleik sínum í Kína í morgun.
Á 34. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu sem Axel Óskar Andrésson skoraði úr og kom okkar mönnum í 1-0.
Á 77. mínútu síðari hálfleiks náðu Tælendingar að jafna leikinn og þar við sat - lokaúrslitin voru 1-1.
Íslenska liðið hefur þar með lokið þátttöku sinni á mótinu en liðið fékk 2 stig í þremur leikjum og endaði í 3. sæti. Síðasti leikur mótsins hefst kl. 11:35 að íslenskum tíma þar sem heimamenn mæta Mexíkó og dugar þeim síðarnefndu jafntefli til að sigra mótið.