Fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga 24. nóvember - Drög að dagskrá
Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fer fram laugardaginn 24. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ.Tölvupóstur hefur verið sendur á forráðamenn félaga þar sem óskað er eftir að þeir skrái sig á fundinn.
Drög að dagskrá fundarins
13:00 | Fundur settur |
13:05 | Verkefni og áherslur á starfsárinu |
13:20 | Heimsóknir til aðildarfélaga |
13:40 | Kynning á starfsemi skrifstofunnar |
14:00 | Niðurstöður starfshóps um lagabreytingar |
14:30 | Reglugerðarbreytingar |
14:45 | Knattspyrnumótin 2018 og 2019 |
15:00 | Önnur mál |
15:15 | Veitingar |