U19 karla - 3-1 tap gegn Englandi
U19 landslið karla tapaði 3-1 gegn Englandi í undankeppni EM 2019 í Tyrklandi í dag.
Englendingar komust yfir á 13. mínútu en Ísak Óli Ólafsson jafnaði metin á 34. mínútu. Englendingar bættu svo við tveimur mörkum í siðari hálfleik og niðurstaðan 3-1.
Síðari leikurinn i 2. umferð riðilsins verður kl. 14:00 í dag þegar Tyrkir mæta Moldóvu. Síðustu leikir riðilsins verða svo þriðjudaginn 20. nóvember.