U21 karla - Ísland mætir Mexíkó á fimmtudag á móti í Kína - Byrjunarlið leiksins komið
U21 ára lið Íslands mætir Mexíkó á fimmtudaginn í fyrsta leik liðsins á móti í Kína, en leikið er í Chongqing. Leikurinn hefst klukkan 15:00 að staðartíma, eða klukkan 07:00 að íslenskum tíma.
Strákarnir mættu til Kína á mánudaginn og hafa æft bæði á þriðjudag og miðvikudag við góðar aðstæður.
Byrjunarlið Íslands
Daði Freyr Arnarsson
Alfons Sampsted
Sigurður Arnar Magnússon
Axel Óskar Andrésson
Felix Örn Friðriksson
Júlíus Magnússon (F)
Alex Þór Hauksson
Willum Þór Willumsson
Kristófer Ingi Kristinsson
Mikael Neville Anderson
Sveinn Aron Guðjohnsen