Möguleiki á sæti í efsta styrkleikaflokki
A-landslið karla mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember. Liðið kom saman í Brussel á mánudag og er undirbúningur í fullum gangi. Æfingar liðsins mánudag og þriðjudag fóru fram á velli við hlið Þjóðarleikvangs Belga, en miðvikudagsæfingin og svo leikurinn sjálfur á fimmtudag fara fram á aðalleikvanginum. Íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Belgíu til að flytja fréttir af liðinu og búist er við um 400 íslenskum stuðningsmönnum á leikinn.Íslenska liðið er þegar fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Með sigri gegn Belgum á liðið þó enn möguleika á að vera í einu af 10 efstu sætum A-deildar, sem gefur sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin 2. desember. Til þess að það gangi eftir þurfa úrslit í öðrum riðlum að vera hagstæð. Þýskaland, Króatía og Pólland eru öll með 1 stig enn sem komið er.
Skoða nánar