Futsal 2019 - Niðurröðun staðfest
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í futsal meistaraflokks karla 2019, en vegna forfalla er eitt sæti laust í D-riðli mótsins.
Niðurröðun meistaraflokks kvenna verður staðfest í næstu viku.
Niðurröðun leikja má sjá á vef KSÍ undir mót 2019:
Leiðbeiningar um framkvæmd mótsins
Hlutverk umsjónarfélags
Umsjónarfélag ber að leggja til umjónarmann með leikklukku og að aðstoða á annan hátt við framkvæmd mótsins í samráði við dómara. Jafnframt ber umsjónarfélag að leggja til keppnisknött.
Leiktími í riðlakeppni
Leiktími er 2x15 mín. Hins vegar er mælt með því þar sem því verður við komið að leikið sé frekar 2x8 mín og leikklukka stöðvuð þegar boltinn er ekki í leik (virkur leiktími). Dómarar munu meta aðstæður fyrir upphaf hvers riðil m.t.t. þess.
Ef færri en 4 lið eru í riðli getur komið til þess að leiktími sé lengdur.
Leikskýrslur
Félögum ber að fylla út leikskýrslur á vef KSÍ líkt og gert er í mótum sumarsins, þ.e. að setja inn nafnalista leikmanna á leikskýrslu (heimilt er að skrá allan leikmannahópinn í byrjunarlið).
Dómarar leiksins munu svo setja inn úrslit leiksins og skrá áminningar og brottvísanir.
Sjálfkrafa leikbönn – Reglugerð um agamál gr. 13.10
Tvö gul spjöld = Sjálfkrafa eins leiks bann
Brottvísun = Sjálfkrafa eins leiks bann
Brottvísun nr. 2 = Sjálfkrafa tveggja leikja bann.
Brottvísun nr. 3 = Sjálfkrafa þriggja leikja bann.
Óúttekin leikbönn flytjast með í úrslitakeppnina. Að öðru leiti taka leikmenn ekki spjöldin með sér í úrslitakeppni mótsins. Leikbönn frá Futsalmótinu 2018 flytjast ekki yfir í mótið 2019.
Úrslitakeppni mótsins
Í úrslitakeppni mótsins er leikið samkvæmt futsal knattspyrnulögunum, þ.e. að leikið er 2x20 mín og leikklukka stöðvuð þegar boltinn er ekki í leik.
Í meistaraflokki karla komast í úrslit sigurvegarar riðlanna, ásamt þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti. Alls 8 lið.
Dómgæsla
Dómarar koma frá KSÍ.
Leikreglur
Leikreglur í futsal er að finna á vef KSÍ undir dómaramál. Gott er að kynna sér stuttu samantektina um leikreglur sem þar er að finna.