2211. fundur stjórnar KSÍ - 19. október 2018
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir, Gísli Gíslason (tók sæti á fundi kl. 16:30), Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir og Vignir Már Þormóðsson.
Mættir varamenn: Kristinn Jakobsson, Ingvar Guðjónsson og Jóhann Torfason.
Mættir landshlutafulltrúar: Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson og Tómas Þóroddsson.
Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Fjarverandi: Magnús Gylfason (aðalmaður í stjórn), Valgeir Sigurðsson (aðalmaður í stjórn) og Jakob Skúlason (landshlutafulltrúi Vesturlands)
Þetta var gert:
- Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.
- Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar:
- Mannvirkjanefnd 25. september & 16. október 2018.
- Dómaranefnd 24. september 2018.
- Unglinganefnd karla 5. október 2018.
- Skipan í vinnuhóp ÍG
- Stjórn Íslenskra getrauna ákvað á fundi sínum 10. október sl. að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að greina hættur og tækifæri í rekstri getrauna og koma með tillögur um hvernig styrkja megi samband ÍG við íþróttahreyfinguna og stjórnvöld. Stjórn ÍG skipaði Geir Þorsteinsson stjórnarmann ÍG og fyrrverandi formann KSÍ til að leiða vinnuhópinn. Stjórn ÍG óskaði jafnframt eftir tilnefningu um fulltrúa í vinnuhópinn frá ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ.
- Stjórn KSÍ samþykkti að skipa Hauk Hinriksson lögfræðing fulltrúa KSÍ í starfshópinn.
- Barna og unglingastyrkur
- Í samræmi við skilyrði UEFA samþykkti stjórn KSÍ að framlag UEFA vegna Meistaradeildar UEFA renni til þeirra félaga sem léku í Pepsi-deild karla árið 2018 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf).
- Stjórn samþykkti að leggja til um 59 milljónir króna til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum en Pepsi-deild karla og til félaga utan deilda sem uppfylla ákveðin skilyrði.
Pepsi-deild karla (framlag UEFA) Upphæð* Breiðablik 5.299.290 FH 5.299.290 Fylkir 5.299.290 Fjölnir 5.299.290 Grindavík 5.299.290 ÍBV 5.299.290 KA 5.299.290 Keflavík 5.299.290 KR 5.299.290 Stjarnan 5.299.290 Valur 5.299.290 Víkingur R 5.299.290 *Með fyrirvara um gengi þegar greiðsla berst frá UEFA Pepsi-deild kvenna og Inkasso Upphæð Fram 2.400.000 ÍA 2.400.000 Haukar 2.400.000 HK 2.400.000 ÍR 2.400.000 Leiknir R 2.400.000 Magni 2.400.000 Njarðvík 2.400.000 Selfoss 2.400.000 Víkingur Ó 2.400.000 Þór 2.400.000 Þróttur R 2.400.000 2. deild karla Upphæð Afturelding 1.500.000 Höttur 1.500.000 Grótta 1.500.000 Leiknir F 1.500.000 Tindastóll 1.500.000 Vestri 1.500.000 Víðir 1.500.000 Völsungur 1.500.000 Þróttur V 1.500.000 Önnur félög í deildarkeppni og sameiginleg lið í efri deildum - þátttaka í KSÍ mótum (bæði kyn) Upphæð Dalvík/Reynir 1.000.000 Einherji 1.000.000 KF 1.000.000 Reynir S 1.000.000 Ægir 1.000.000 Álftanes 1.000.000 Hamar 1.000.000 KFR 1.000.000 Skallagrímur 1.000.000 Snæfell 1.000.000 Hvöt 1.000.000 Kormákur 1.000.000 Austri 1.000.000 Valur Rfj 1.000.000 Þróttur N 1.000.000 Sindri 1.000.000
- Mótamál
- Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins. Búið er að senda út eyðublöð fyrir þátttökutilkynningar Lengjubikars og niðurröðun mótanna hefst fljótlega. Gert er ráð fyrir sambærilegt fyrirkomulag en að birta niðurröðun fyrr en áður.
- 20 félög hafa tilkynnt þátttöku í Futsal sem er svipað og á síðasta tímabili.
- Skoða þarf hvort gera þarf frí í deildakeppni kvenna vegna erlendra leikmanna sem taka þátt í HM í Frakklandi 2019.
- Heimsóknir til aðildarfélaga
- Rætt um þegar heimsóknir sem þegar eru búnar og þær heimsóknir sem framundan eru.
- Stjórn samþykkti að fara yfir helstu niðurstöðu heimsóknanna á næsta stjórnarfundi.
- Yfirlit verkefna
- Guðni Bergsson formaður kynnti helstu verkefni síðustu tveggja ára, t.a.m. stefnumótun sambandsins og skipulag, aukningu sjálfsaflafjár og markaðsstarfs og stöðuna á nýjum Laugardalsvelli.
- Guðni Bergsson formaður kynnti helstu verkefni síðustu tveggja ára, t.a.m. stefnumótun sambandsins og skipulag, aukningu sjálfsaflafjár og markaðsstarfs og stöðuna á nýjum Laugardalsvelli.
- Leyfiskerfi KSÍ
- Til umfjöllunar var minnisblað til stjórnar KSÍ vegna breytinga á leyfisreglugerð KSÍ. Breytingar þessar eru tilkomnar vegna breytinga á leyfisreglugerð UEFA sem KSÍ hefur fylgt í breytingum á leyfisreglugerð KSÍ. KSÍ hefur frest frá UEFA til að ljúka þessum breytingum til 31. október næstkomandi.
- Stjórn ræddi efnisatriði minnisblaðsins og fól framkvæmdastjóra að koma að málinu í nauðsynlegan farveg. Breytingarnar verða síðan sendar til stjórnar til frekari kynningar og samþykktar á rafrænan hátt á milli funda. Ef ástæða þykir til verður boðað til sér fundur til að afgreiða breytingarnar.
- Niðurstöður starfshóps um breytingar á lögum KSÍ
- Gísli Gíslason formaður starfshóps um breytingar á lögum KSÍ kynnti niðurstöðu starfshópsins.
- Stjórn þakkaði starfshópnum fyrir góð störf.
- Tillögur starfshópsins verða skoðaðar á milli funda og ræddar aftur á næsta fundi.
- Landsliðsmál
- Lagt fram yfirlit yfir úrslit landsleikja frá síðasta stjórnarfundi.
- Stjórn var upplýst um gang mála varðandi ráðningu landsliðsþjálfara kvenna og að stefnt væri að boðun blaðamannafundar strax eftir helgi.
- Reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ
- Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar kynnti drög að breytingum á reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ, sem eru í vinnslu hjá mannvirkjanefnd. Stjórn sammála því að drögin séu skref í rétta átt og verður endanleg tillaga mannvirkjanefndar að nýrri reglugerð lögð fyrir á næsta fundi stjórnar.
- Önnur mál
- Formanna-og framkvæmdastjórafundur ÍSÍ fer fram þann 16. nóvember næstkomandi.
- Formannafundur KSÍ fer fram þann 24. nóvember næstkomandi. Ræddar voru hugmyndir um að hafa mögulega rýnifund deilda annað hvort áður eða í tengslum við formannafundinn.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa dagskrá fundarins. - Ársþing KSÍ fer fram þann 9. febrúar 2019 í Reykjavík. Tillaga liggur fyrir um að hafa dagskrá föstudaginn 8. febrúar, til dæmis málstofur um einstaka málefni og þar væri hægt að nýta áhersluatriði úr heimsóknum til aðildarfélaga. Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa dagskrá fundarins. Rætt var um mögulegar breytingar á fyrirkomulagi ársþings, til dæmis að taka aftur upp nefndastarf til að tryggja vandaða umfjöllun um tillögur.
- Stefnumótun UEFA var lögð fram til kynningar.
- Rætt um aðstöðumál Magna í tengslum við mannvirkjasjóð og leyfiskerfi KSÍ. Framkvæmdastjóra og formanni mannvirkjanefndar falið að vinna málið áfram með forsvarsmönnum Magna.
Fleira var ekki á gert og var fundi slitið kl. 19:15.