Hópur frá eyjunni Dominica í starfsnámi hjá KSÍ og Breiðablik á dögunum
Nýverið voru hér á landi fjórir þjálfarar og framkvæmdastjóri frá Karabísku eyjunni Dominica í starfsnámi hjá KSÍ og Breiðabliki.
Forsagan er sú að öflugur fellibylur skók eyjuna í fyrra og varð töluverð eyðilegging og mannfall. CONCACAF veitti knattspyrnusambandi Dominica fjárhagslegan styrk til uppbyggingar knattspyrnunnar á eyjunni og var ákveðið að senda hóp til Íslands til að fræðast um uppbyggingu og skipulag knattspyrnu hér á landi.
Þrjú þeirra komu höfðu aldrei komið til Evrópu áður og hafði einn af þeim ferðast lengst til næstu eyju í Karabíska hafinu. Því var þetta mikið ævintýri fyrir hópinn, sem fékk fræðslu hjá KSÍ, þjálfaði hjá Breiðabliki og aðstoðaði Þorlák Árnason við Hæfileikamótun N1 og KSÍ ásamt því að fara á leik og ýmislegt fleira.