Lúðvík Júlíus Jónsson lætur af störfum sem liðsstjóri U21 karla
Lúðvík Júlíus Jónsson, liðsstjóri U21 ára liðs karla, tók á dögunum þátt í sínum síðasta leik með liðinu þegar það mætti Spáni á Floridana vellinum.
Hann hefur verið liðsstjóri liðsins frá því árið 2008, en fyrsti leikur hans var 6. febrúar gegn Kýpur. Síðan þá hefur Lúðvík ekki misst úr leik og tekið þátt í 68 leikjum með liðinu.
Á þessum tíma hefur liðið náð flottum árangri og m.a. var hann partur af hópnum sem fór í lokakeppni EM 2011.
KSÍ þakkar Lúðvíki kærlega fyrir frábær störf.