• fim. 18. okt. 2018
  • Fræðsla

Súpufundur – Áhrif djúpvatnshlaups á þol og sprettgetu afreks knattspyrnu fólks

Mánudaginn 22. október nk. mun KSÍ bjóða til súpufundar þar sem Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík, mun fjalla um áhrif djúpvatnshlaups á þol og sprettgetu afreks knattspyrnu fólks.

Gerð var samanburðarrannsókn á knattspyrnukonum þar sem einn hópur fékk auka þolæfingar á landi á sama tíma og sambærilegur hópur fékk auka þolæfingar í vatni. Hugmyndin var að kanna hvort hægt væri að minnka álag á stoðkerfi íþróttamannanna þegar verið er að vinna sérstaklega með þol leikmanna. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar og margt bendir til þess að hægt sé að nota vatnsþjálfun á jákvæðan hátt.

Ingi Þór Einarsson er doktor í Íþróttafræði og er lektor við íþróttafræðina í HR. Hann hefur í nokkur ár stundað rannsóknir á áhrifum þjálfunar í vatni fyrir íþróttamenn sem æfa á landi.

Aðgangur er ókeypis. Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst erindið kl. 12.10. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Fyrirlesturinn veitir tvö endurmenntunarstig á þjálfaragráðum KSÍ.

Til að áætla fjölda gesta viljum við vinsamlegast biðja þau ykkar sem hyggist koma um að skrá ykkur með því að fara inn á þessa slóð: https://goo.gl/forms/m5oT1y2GIn72u4ma2