• þri. 16. okt. 2018
  • Landslið

U21 karla - 2-7 tap gegn Spáni

U21 ára landslið Íslands tapaði 2-6 fyrir Spáni í undankeppni EM 2019, en þetta var síðasti leikur liðsins í riðlinum. Það voru þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Óttar Magnús Karlsson sem skoruðu mörk Íslands.

Spánverjar byrjuðu leikinn mun betur, héldu boltanum vel og voru stöðugt að ógna marki Íslands. Þrátt fyrir mikla pressu var það ekki fyrr en á 24. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þá skoraði Mikel Oyarzabal af vítapunktinum. Aðeins mínútu síðar bætti Rafael Mir við öðru marki Spánar og staðan allt í einu orðin 0-2 fyrir gestina. 

Spánn hélt áfram að stjórna leiknum eftir mörkin, þó án þess að skapa sér einhver færi að ráði. Það var svo á 40. mínútu sem þeir bættu við sínu þriðja marki og var það Rafael Mir sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Það tók hins vegar íslensku strákana aðeins um mínútu að svara fyrir sig, en þá skoraði fínt mark. Markaskorun hálfleiksins var þó ekki búin og Spánverjar bættu við fjórða markinu undir lok hálfleiksins, en það var sjálfsmark. Staðan því 1-4 í hálfleik.

Ísland gerði tvær skiptingar í hálfleik. Daníel Hafsteinsson og Óttar Magnús Karlsson komu inná fyrir Tryggva Hrafn Haraldsson og Kristófer Ingi Kristinsson.

Gestirnir héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks, voru mun sterkari aðilinn og kom Carlos Soler liðinu í 1-5 eftir aðeins níu mínútna leik. Aðeins fjórum mínútum síðar minnkaði Óttar Magnús muninn með góðu skoti fyrir utan teig.

Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta, Spánverjar voru meira með boltann en Íslendingar vörðust ágætlega. Willum Þór Willumsson kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum í stað Jón Dags Þorsteinssonar. Spánverjum tókst að bæta við tveimur mörkum á 87. og 90. mínútu og voru þar Borja Mayoral og Fabian Ruiz að verki.

2-7 tap því staðreynd.