U21 karla - Ísland mætir Spáni á þriðjudag
U21 árs lið karla mætir Spáni á þriðjudag í síðasta leik liðsins í undankeppni EM 2019. Leikurinn fer fram á Floridana vellinum og hefst klukkan 16:45.
Strákarnir mættu Norður Írlandi á fimmtudaginn en þeir töpuðu þeim leik 0-1. Liðið situr í fjórða sæti riðilsins á meðan Spánverjar tróna á toppnum.
Allir á völlinn!