A karla - Ísland mætir Sviss á mánudag í Þjóðadeild UEFA
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A landslið karla mætir Sviss í Þjóðadeild UEFA á mánudag, en leikurinn hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala er í fullum gangi á tix.is.
Leikurinn er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og næstsíðasti leikurinn í Þjóðadeild UEFA. Sigur gæti skilað Íslandi í efsta styrkleikaflokk fyrir undankeppni EM 2020, en dregið er í desember.
Það er því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða og hvetjum við Íslendinga til að fylla völlinn og styðja strákana okkar til sigurs.