U17 karla - Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á laugardaginn
U17 ára landslið karla mætir Bosníu og Hersegóvínu á laugardaginn í undankeppni EM 2019, en leikið er í Bosníu og Hersegóvínu. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í riðlinum á meðan heimamenn unnu stórsigur, 8-0, gegn Gíbraltar.
Leikurinn hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með textalýsingu á vef UEFA.
Mörkin úr leik Íslands gegn Úkraínu