U19 kvenna - Mæta Armeníu á föstudag
U19 ára landslið kvenna mætir Armeníu á föstudaginn í undankeppni EM 2019, en leikið er í Armeníu. Leikurinn hefst klukkan 08:00 að íslenskum tíma.
Ísland vann Wales 2-1 í fyrsta leik liðsins í riðlinum, en liðið mætir svo Belgíu á mánudaginn.