A karla - Miðasala á leik Íslands og Sviss í fullum gangi
Miðasala á leik Íslands og Sviss í Þjóðadeild UEFA 15. október er í fullum gangi á tix.is. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik, en sigur í honum gæti þýtt að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2020.
10 af 12 efstu liðum A deildar Þjóðadeildarinnar skipa efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020. Það er því til mikils að vinna og er mögulegt að Ísland komist þangað með sigri gegn Sviss.
Þetta er einnig síðasti heimaleikur ársins og því hvetjum við fólk til að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs í þessum mikilvæga leik. Höldum áfram að skrifa söguna – Ísland hefur aldrei verið í efsta styrkleikaflokki fyrir drátt í undankeppni stórmóts!
Áfram Ísland!