A karla - Leikið gegn Katar 19. nóvember
A landslið karla leikur vináttuleik gegn Katar 19. nóvember, en leikið verður í Eupen í Belgíu. Ísland leikur því tvo leiki í Belgíu í nóvember, en liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA 15. nóvember.
Þetta er í annað sinn sem liðin mætast, en liðin gerðu 1-1 jafntefli 14. nóvember 2017 í Katar. Sá leikur var liður í undirbúningi liðsins fyrir HM 2018 í Rússlandi.