Pepsi deild karla - Fjölgun áhorfenda í sumar
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alls mættu 113.761 á leiki Pepsi deildar karla á nýliðnu tímabili, eða að meðaltali 862 manns á hvern leik. Þetta er aukning á milli ára, en árið 2017 mættu 110.675 á leiki deildarinnar, eða að meðaltali 838, sem var lakasta aðsóknin í tæpa tvo áratugi.
Aukningin í ár er auðvitað sérstaklega ánægjuleg í ljósi þess að um HM-ár var að ræða, og viðbúið að áhorfendum á leikjum innanlands myndi fækka, og ekki síður í ljósi þess að sumarveðrið hafi líklega verið það versta í 100 ár.