Fundargerð Mannvirkjanefndar - 25. september 2018
Fundur Mannvirkjanefndar 25. september 2018 kl. 12:15 á skrifstofu KSÍ
Mættir: Ingi
Sigurðsson, Bjarni Þór Hannesson, Jón Runólfsson, Kristján Ásgeirsson, Margrét
Leifsdóttir, Þorbergur Karlsson og Jóhann G. Kristinsson.
Fjarverandi: Magnús Gylfason
Fundargerð ritaði: Jóhann G. Kristinsson
Þetta var rætt
- Mannvirkjasjóður ræddur og mat allra að þörf væri á að gera allar forsendur, umsóknar og úthlutun gegnsærri. Einnig að gera vægi nýframkvæmda meira en viðhaldsframkvæmda. Bjarni mun gera uppkast af “skorkorti” sem síðar verður rætt á sér fundi.
- Samþykkt að senda Þorberg á gervigrasráðstefnu sem haldin verður í Genf dagana 5. og 6. desember 2018.
- Rætt um tilraunarverkefni um hitun á grasi sem Guðni hefur stýrt. Óskað eftir að Guðni sendi inn formlega umsókn varðandi mögulegan styrk til verkefnisins.
- Umræða um vallarleyfi og þau félög sem ekki kláruðu sínar athugasemdir við leyfin í sumar.
- Bréf frá FH varðandi leik í Egilshöll síðastliðið vor skoðað en engin niðurstaða. Formaður og vallarstjóri munu ræða málið frekar við formenn og starfsmenn móta- og dómaramála hjá sambandinu.
- Rætt um nýtt gervigras á Ólafsvíkurvelli og ákveðið að fá nánari upplýsingar um verkið áður en einhver verður sendur vestur að taka framkvæmdina út.
- Skýrsla Hattar frá Egilsstöðum kynnt.
- Rætt um aðstöðu Magna á Grenivík.
- Umræða um þær mannvirkjalegu athugasemdir sem eru á leikvöllum og hvort ekki sé rétt að eftirlitsmenn KSÍ á leikjum skili nákvæmari skýrslum um þær athugasemdir.
Annað ekki rætt og fundi slitið 13.55