Fundargerð Dómaranefndar KSÍ - 24. september 2018
Fundur Dómaranefndar KSÍ 24. september 2018 á skrifstofu KSÍ
Mættir: Mættir: Kristinn Jakobsson, formaður DN, Borghildur Sigurðardóttir, Bragi Bergmann, Ingi Sigurðsson, Jón Sigurjónsson, og Viðar Helgason úr dómaranefnd KSÍ. Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ og Pjetur Sigurðsson starfsmaður KSÍ.
Fundargerð ritaði: Magnús Már Jónsson
Eftirfarandi var rætt
- Fundargerð síðasta fundar staðfest.
- Yfirferð verkefnahópa
- Stutt yfirferð frá verkefnahópum.
- Rætt var um leiðir til að fjölga dómurum. Það er ljóst að of mörg félög eru ekki að uppfylla skyldu sína varðandi fjölda dómara.Viðraður var sá möguleiki að KSÍ aðstoði félögin meira en gert er núna. Á Norðurlöndunum eru það félögin sem greiða dómarakostnað. Rætt var um hvort það væri ekki tími til kominn að auka þáttöku félaga á Íslandi í dómarakostnaði.
- Lokafundur Pepsí-dómara – tímasetning.
- Ákveðið var að síðasta landsdómararáðstefna ársins væri laugardaginn 3. nóvember.
- Ákveðið var að síðasta landsdómararáðstefna ársins væri laugardaginn 3. nóvember.
- Málefni FIFA manna
- Ákveðið var að búa til leiðarvísi fyrir þá sem eru valdir í erlend verkefni. Í leiðarvísinum skal koma fram hvaða kröfur dómararnir þurfa að uppfylla til að teljast hæfir í hvert verkefni. Einnig þarf að vera skýrt hverjir eiga að taka ákvörðunina um hæfi þeirra.
- Ákveðið var að búa til leiðarvísi fyrir þá sem eru valdir í erlend verkefni. Í leiðarvísinum skal koma fram hvaða kröfur dómararnir þurfa að uppfylla til að teljast hæfir í hvert verkefni. Einnig þarf að vera skýrt hverjir eiga að taka ákvörðunina um hæfi þeirra.
- Líkamsþjálfun
- Eins og undanfarin ár mun Fannar Karvel sjá um líkamsþjálfun dómara. Æfingar munu hefjast fyrstu vikuna i nóvember. Unnið er að því að finna þjálfara fyrir dómarana á Norðurlandi.
- Eins og undanfarin ár mun Fannar Karvel sjá um líkamsþjálfun dómara. Æfingar munu hefjast fyrstu vikuna i nóvember. Unnið er að því að finna þjálfara fyrir dómarana á Norðurlandi.
- Staðan í landsdómarahópnum. FIFA listi 2019
- 8 landsdómarar luku ekki síðsumarsþolprófi í ár. Auk þess hafa meiðsli og sumarfrí orðið þess valdandi að mönnun leikja var þung seinni parts ágústs og fram í miðjan september. Það er ljóst að einhver breyting verður á landsdómaralistanum í vor. Það stefnir í að 5 landsdómarar munu hætta. Nýir landsdómar sem verða teknir inn í þeirra stað verða að hafa staðist þrekpróf auk þess að þeir verða skoðaðir í leikjum. Sú breyting verður á FIFA listanum að Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson munu hætta að dæma eftir þetta tímabil. Helgi Mikael Jónasson dómari og Gylfi Tryggvason aðstoðardómari munu taka þeirra sæti á FIFA listanum. Einnig var gengið frá styrkleikaröðun FIFA manna.
- 8 landsdómarar luku ekki síðsumarsþolprófi í ár. Auk þess hafa meiðsli og sumarfrí orðið þess valdandi að mönnun leikja var þung seinni parts ágústs og fram í miðjan september. Það er ljóst að einhver breyting verður á landsdómaralistanum í vor. Það stefnir í að 5 landsdómarar munu hætta. Nýir landsdómar sem verða teknir inn í þeirra stað verða að hafa staðist þrekpróf auk þess að þeir verða skoðaðir í leikjum. Sú breyting verður á FIFA listanum að Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson munu hætta að dæma eftir þetta tímabil. Helgi Mikael Jónasson dómari og Gylfi Tryggvason aðstoðardómari munu taka þeirra sæti á FIFA listanum. Einnig var gengið frá styrkleikaröðun FIFA manna.
- Dómgæslan 2018 - Frammistaðan
- Það er mat dómaranefndar að frammistaðan hjá dómurunum í sumar hafi heilt yfir verið góð. Margir dómarar dæmdu í deild ofar en þeir höfðu áður gert og fórst það vel úr hendi.
- Það er mat dómaranefndar að frammistaðan hjá dómurunum í sumar hafi heilt yfir verið góð. Margir dómarar dæmdu í deild ofar en þeir höfðu áður gert og fórst það vel úr hendi.
- Önnur mál:
- Drög að viðburðaalmanaki sent nefndarmönnum
- Yfirlit yfir erlend verkefni dómara og eftirlitsmanna sent á nefndina.
- Bragi, Jón og Magnús gerðu grein fyrir norræna dómaranefdarfundinum sem haldin var í Danmörku 25-26 ágúst. Stefnt er að því að koma upp sameiginlegum þjálunarbúðum fyrir kvendómara. Um er að ræða 5 daga þjálfun þar sem komið er inn á ýmsa snertipunkta í dómgæslunni. Því miður er Ísland ekki með neina þátttekendur á næsta ári en stefnt er að því að vera með 2020. Ísland hefur tekið þátt í norrænum dómaraskiptum karla til margra ára. Stefnt er að því að taka þátt í dómaraskiptum hjá konunum á næsta ári ef fjárveiting fæst í verkefnið.
- FIFA listinn þarf að vera klár í júní á næsta ári en ekki í lok september eins og verið hefur.
Fleira var ekki rætt
Næsti fundur verður 30. september kl. 16:30