Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun unglinga hefst í nóvember 2018
Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) hefst í nóvember 2018. Aðaláhersla námskeiðsins er hvernig vinna eigi með og þjálfa efnilega leikmenn á 4. til 2. flokks aldri.
16 þjálfarar fá pláss á námskeiðinu en inntökuskilyrði er að þjálfari hafa að minnsta kosti lokið KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu. Verði umsóknir á námskeiðið fleiri en 16 mun fræðslunefnd KSÍ velja á milli umsækjenda.
Stefnt er að því í nánni framtíð að yfirþjálfarar yngri flokka hjá félögum í leyfiskerfinu skuli hafa þessa þjálfaragráðu.
Umsækjendur þurfa að fylla út skjalið í viðhengi og senda á undirritaðan fyrir 6. október 2018.
Námskeiðið er um 100 kennslustundir og verður kennt frá miðjum nóvember 2018 til lok apríl 2019. Þátttökugjald er 60.000 krónur.
Kennsla fer fram hjá KSÍ á Laugardalsvelli sem hér segir;
Föstudagur 16. nóvember 13:00-19:00
Laugardagur 17. nóvember 08:30-16:00
Sunnudagur 18. nóvember 09:00-16:00
Föstudagur 30. nóvember 13:00-19:00
Laugardagur 1. desember 08:30-16:00
Sunnudagur 2. desember 09:00-14:00
Desember 2018 – apríl 2019, einstaklingsverkefni, unnið hjá félagi.