• fim. 20. sep. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Mótanefndar - 20. september 2018

Fundur Mótanefndar 20. september 2018 kl. 11:30 á skrifstofu KSÍ

Fundarmenn í síma: Vignir Már Þormóðsson formaður, Ingvar Guðjónsson,  Sveinbjörn Másson, Björn Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson og Jóhann Steinar Ingimundarson.
Einnig sat fundinn Birkir Sveinsson

Fundargerð ritaði: Birkir Sveinsson

Eftirfarandi var rætt

  1. Ekki mætt til leiks. Huginn – Völsungur

    Leikurinn Huginn – Völsungur sem var á dagskrá miðvikudaginn 19. september kl. 16.30 á Fellavelli.
    Samkvæmt skýrslu dómarans í leiknum mætti Huginn ekki til leiks.
    Farið yfir atburðarásina og gögnin í þessu máli frá því áfrýjunardómstóllinn hvað upp sinn dóm um að leikur skyldi ógildur og endurtekinn og fram að því að leikur fór ekki fram.

    Gögn málsins:
    17/9 Tilkynning KSÍ um endurtekinn leik.
    17/9 Fyrirspurn Hugins um viðurlög og óleikhæfan leikvöll.
    18/9 Svar framkvæmdastjóra við fyrirspurn Hugins.
    19/9 Tilkynning Hugins um óleikhæfan leikvöll m/myndum.
    19/9 Tilkynning KSÍ um breytingu á leikvelli.
    19/9 Skýrsla dómara um málsatvik.

    Einnig afrit af þátttökutilkynningu Hugins um að Fellavöllur sé heimavöllur tvö.

    Farið yfir ákvæði reglugerðarinnar sem eiga við í þessu máli, einna helst gr. 8.1, 38.6, og gr. 39.

    Niðurstaða:
    Huginn mætti ekki til leiks í leiknum Huginn – Völsungur miðvikudaginn 19. september kl. 16.30 á Fellavelli, án gildra ástæðna.
    Huginn telst því hafa tapað leiknum 0-3 skv. ákvæði 39.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Fleira ekki rætt.