#EqualGame - Hannah Bryndís Proppé Bailey
Mánaðarlega beinir UEFA, með #EqualGame herferð sinni, athyglinni að einstakling innan aðildarsambanda sinna. Sá einstaklingur er merki þess hvernig knattpspyrna stuðlar að fjölbreytni, aðgengi og því að vera partur af hóp. Í þessum mánuði kemur hann frá Íslandi.
Saga þess sem fjallað er um sýnir dæmi þess hvernig fötlun, trúarskoðanir, kynhneigð, þjóðerni, persónuleg heila og félagslegur bakgrunnur er ekki hömlun til þess að njóta eða spila knattspyrnu.
Hannah Bryndís hefur lifað með þunglyndi frá 12 ára aldri og fyrir um fjórum árum var hún greind með geðklofa. Í gegnum veikindi sín kynntist hún starfi FC Sækó og hefur hún æft með liðinu síðan.
“Starfið er opið fyrir fólk á öllum aldri og í hvaða líkamlegu formi sem er. Ég er ekki best í liðinu, en ég tek þátt og fer á æfingar. Það finnst mér frábært enda er það svo spennandi og mér finnst það mjög gaman - og það er það sem skiptir mig máli. Þetta er eitt það besta sem ég geri."
Í myndbandinu hér að neðan talar Hannah Bryndís Proppé Bailey um sögu sína.