Markmannsskóli KSÍ á Akranesi 2018
Líkt og undanfarin ár mun KSÍ starfrækja Markmannsskóla fyrir stúlkur og drengi. Félög sem eru með 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert og að þessu sinni verður eingöngu hægt að tilnefna markmenn fædda 2005 (á eldra ári í 4. aldursflokki tímabilið 2018-2019).
Markmannsskóli stúlkna verður 5.-7. október og Markmannsskóli drengja verður dagana 12.-14. október.
Verð fyrir hvern þátttakanda er kr. 12.000,- og verður þátttökugjaldið skuldfært af reikningi félagsins við KSÍ. Innifalið er gisting með fullu fæði, ásamt ferðum Reykjavík-Akranes-Reykjavík.
Tilkynna þarf þátttöku í Markmannsskóla KSÍ eigi síðar en mánudaginn 24. september á meðfylgjandi slóð hér fyrir neðan.Eftir þann tíma er litið svo á að viðkomandi félag ætli ekki að tilnefna þátttakanda í skólann.
Stúlkur - https://goo.gl/forms/T6LS2h1UW5KyMmyr2
Drengir - https://goo.gl/forms/WXMqK0IOOAN1j3nr1
Aðildarfélögum KSÍ hafa verið sendar ofangreindar upplýsingar í tölvupósti.