Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ
Laugardaginn 15. september verður Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ haldin í Laugardalnum í tengslum við úrslitaleik Mjólkurbikars karla.
Hingað til lands kemur Kris van der Haegen, yfirmaður þjálfaramenntunar hjá Belgíska knattspyrnusambandinu, aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna hjá Belgum og meðlimur í fræðslunefnd UEFA (JIRA Panel).
Fáar þjóðir hafa vakið meiri athygli fyrir uppgang sinn í knattspyrnu undanfarin ár en Belgía. Síðasti vitnisburður þess er þriðja sætið sem Belgía náði á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.
Kris mun fjalla um þau skref sem Belgíska knattspyrnusambandið hefur tekið undanfarin ár í þjálfaramenntun og þróun leikmanna.
Þá mun Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, halda erindi um stjórnun og hlutverkaskiptingu í þjálfarateymi. En auk þess mun Óli Stefán fjalla um liðin sem mætast í úrslitaleiknum, Stjörnuna og Breiðablik.
Ráðstefnan verður haldin í Laugardalnum og hefst á fyrirlestrum á Laugardalsvelli.
Verð: Frítt fyrir meðlimi í KÞÍ (greiða þarf félagsgjald fyrir 15. sept.)
5.000 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í KÞÍ
Ráðstefnan veitir 7 tíma í endurmenntun á KSÍ þjálfaragráðum.
Skráning fer fram hér: https://goo.gl/forms/9frsLGCItYoDWqf03
Dagskrá, 15. september 2018
9.15-9.30 Setning ráðstefnunnar
9.30-10.30 Þjálfarateymið - Óli Stefán Flóventsson
10.30-10.45 Kaffihlé
10.45-11.15 Leikgreining og umræður um liðin sem leika til úrslita - Óli Stefán Flóventsson
11.15-12.15 Matarhlé
12.15-14.15 Belgíska leiðin - Kris van der Haegen (bóklegt)
14.15-14.30 Kaffihlé
14.45-16.00 Belgíska leiðin - Kris van der Haegen (verklegt)
16.00 Ráðstefnuslit