• lau. 01. sep. 2018

Þrjú sæmd Gullmerki KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands

Elísabet Tómasdóttir, Guðmundur Þórðarson og Vanda Sigurgeirsdóttir voru sæmd Gullmerki KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands. Öll þrjú hafa starfað ötullega við íslenska knattspyrnu í tugi ára.

Guðmundur Þórðarson

- fyrsti landsliðsmaður Kópavogs í knattspyrnu
- öflugur í stjórnarstörfum fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks
- þjálfaði piltalandslið Íslands
- fyrsti þjálfari A-landsliðs kvenna. Stýrði liðinu m.a. í fyrsta landsleiknum 1981 á móti Skotum.



Elísabet Tómasdóttir

- formaður hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnuð voru 1990
- sat í stjórn KSÍ og kvennanefnd KSÍ
- áratuga starf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi
- Elísabet er ein af okkar öflugu brautryðjendum sem hafa komið okkur á þann stað sem íslensk kvennaknattspyrna er í dag



Vanda Sigurgeirsdóttir

- spilaði 37 A landsleiki fyrir Ísland
- sigursæll þjálfari víða um land
- þjálfaði A landslið kvenna auk yngri landsliða Íslands
- virk í fræðslumálum knattspyrnusambandsins
- öflugur talsmaður íslenskrar kvennaknattspyrnu í fjölda mörg ár