Afhending miða á leik A kvenna gegn Þýskalandi og Tékklandi fyrir handhafa A og DE skírteina
Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leiki A landsliðs kvenna gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 þriðjudaginn 28. ágúst kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00, eða á meðan birgðir endast. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Athugið að miðar eru afhentir á báða leikina í einu.
Möguleiki er að panta miða í síma 510-2900 á sama tíma, þ.e. þau sem ekki komast að sækja miða á tilgreindum degi/tíma. Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik og athugið jafnframt að einungis er afhentur einn miði til viðkomandi handhafa skírteinis, þ.e. ekki er hægt að panta eða sækja fyrir aðra.
Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram laugardaginn 1. september kl. 14:55 og leikurinn gegn Tékklandi þriðjudaginn 4. september kl. 15:00. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.