KSÍ semur við Tix
KSÍ hefur skrifað undir samstarfssamning við Tix Miðasölu um miðasölu á viðburðum sambandsins. Samningurinn er til tveggja ára
Markmið KSÍ og Tix Miðasölu er að bæta enn frekar þjónustu við gesti Laugardalsvallar á atburðum sambandsins. Stefnan er að auka vægi rafrænna viðskipta og bjóða þar með umhverfisvænni lausn en verið hefur, auk þess sem að umbætur á skannakerfi vallarins verða innleiddar til að auka hraða við afgreiðslu. Ennfremur munu KSÍ og Tix kynna ýmsar nýjungar í tengslum við miðasölu á næstunni.
Fyrsta miðasala KSÍ hjá Tix er fyrir úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna en hún hefst mánudaginn 13. ágúst kl. 12:00.
Miðasölur fyrir landsleiki sem verða í september hefjast í viku 34 (20.-24. ágúst) en nánari upplýsingar um þær miðasölur verða kynntar á næstu dögum.