U16 karla - 2-1 sigur gegn Færeyjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu
U16 ára lið karla vann 2-1 sigur gegn Færeyjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu, en leikið er í Færeyjum. Það voru þeir Kristall Máni Ingason og Oliver Stefánsson sem skoruðu mörk Íslands.
Liðið leikur næst gegn Kína á þriðjudaginn og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma.