Bryngeir aðstoðardómari á úrslitaleik Portúgals og Ítalíu
Bryngeir Valdimarsson starfar um þessar mundir við aðstoðardómgæslu í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla, en leikið er í Finnlandi og er Bryngeir einn af átta aðstoðardómurum á mótinu. Bryngeir hefur þegar starfað á leikjunum Tyrkland - England, Finnland - Noregur og Portúgal - Finnland, og var hann einnig við störf á undanúrslitaleik Úkraínu og Portúgals á fimmtudag. UEFA hefur nú staðfest að Bryngeir verði annar af aðstoðardómurunum á úrslitaleik Portúgals og Ítalíu, sem fram fer á sunnudag. Því má bæta við að þetta er í annað sinn sem íslenskur aðstoðardómari starfar við úrslitaleik í lokakeppni (Jóhann Gunnar Guðmundsson gerði það árið 2011, einnig U19 karla).