• lau. 21. júl. 2018
  • Landslið

U18 karla: Jafntefli gegn Lettum í Riga

Ísland og Lettland gerðu 1-1 jafntefli í vináttuleik U18 landsliða karla sem fram fór í Riga í morgun. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og á 15. mínútu átti Mikael Egill Ellertsson skot í stöngeftir stungusendingu frá Andra Fannari Baldurssyni.  Fyrsta markið gerði Karl Friðleifur Gunnarsson á 25. mínútu eftir frábæra skyndisókn og spil, og stoðsendingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni.  Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik, en Ísland sterkari aðilinn.  Seinni hálfleikur var í jafnvægi og heldur tíðindalítill lengst af.  Á 89. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og jöfnuðu þar með metin og urðu því lokatölurnar 1-1 jafntefli.

Flott frammistaða hjá U18 strákunum í þessum tveimur vináttuleikjum við Letta, 2-0 sigur í fyrri leiknum, sem fram fór á fimmtudag, og 1-1 jafntefli í þeim seinni.

Leikskýrslan