• fös. 20. júl. 2018
  • Mótamál

FH og Stjarnan komust í 2. umferð

FH og Stjarnan komust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA með því að vinna mótherja sína samanlagt.  ÍBV er hins vegar úr leik.  Öll liðin léku seinni leiki sína í 1. umferð á fimmtudagskvöld.

FH gerði markalaust jafntefli við FC Lahti frá Finnlandi og vinnur því samanlagt 3-0, eftir glæsilegan útisigur í fyrri leiknum. Mótherji FH í 2. umferð er Hapoel Haifa frá Ísrael. Stjörnumenn töpuðu með einu marki gegn Nomme Kalju í Eistlandi, en unnu viðureignina samanlagt 3-1, og mæta dönsku risunum í FC Kaupmannahöfn næst.  ÍBV hafði tapað 0-4 á Hásteinsvelli gegn Sarpsborg í fyrri leiknum.  Seinni leiknum lauk einnig með sigri norska liðsins, að þessu sinni 2-0, sem vann því samanlagt 6-0.