• fim. 19. júl. 2018
  • Mótamál

Valsmenn úr leik í Meistaradeildinni

Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í Meistaradeild UEFA eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppninnar, en liðin mættust í Þrándheimi í Noregi á miðvikudag.  Valmenn unnu fyrri leikinn 1-0, og samanlagt höfðu því norsku meistararnir betur 3-2.  Evróputúr Vals er þó ekki lokið þetta árið, því nú tekur við keppni í Evrópudeild UEFA, þar sem liðið mætir Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð forkeppninnar.