Vilhjálmur Alvar dæmir leik FC Kobenhavn og KuPS Kuopio í undankeppni Evrópudeildarinnar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik FC Kobenhavn og KuPS Kuopio í undankeppni Evrópudeildarinnar 19. júlí, en leikurinn fer fram í Kaupmannahöfn.
Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín.