Nýtt knatthús í Færeyjum - Hamingjuóskir frá KSÍ
Í júnímánuði sendi KSÍ kveðju og hamingjuóskir með nýtt knatthús til sveitarfélagsins Vágs og knattspyrnufélagsins VB í Færeyjum. Kveðjunni fylgdi skjöldur með gylltri plötu þar sem áletrað var "Til hamingju með fyrsta knatthúsið í Færeyjum. Knattspyrnusamband Íslands".
Gísli Gíslason í stjórn KSÍ handskrifaði bréf sem fylgdi skildinum:
"Kæru fótboltavinir í Vági. Knattspyrnusamband Íslands óskar sveitarfélaginu í Vágum og VB (Vágar Boldklub) til hamingju með nýja knatthúsið. Með þessum skildi, sem fluttur var frá Íslandi til Færeyja með kútternum Westward Ho, óskum við ykkur alls hins besta. Vonandi mun knatthúsið efla knattspyrnuna í öllum Færeyjum. Skrifað um borð í Westward Ho f.h. Knattspyrnusambands íslands og Guðna Bergssonar formanns stórnar KSÍ. Gísli Gíslason, í stjórn KSÍ."
Jakup Simonsen, menningarstjóri Þórshafnar og fyrrverandi stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Færeyja og Havnar Boldklub, las kveðjuna fyrir viðstadda í Marghöllinni.