Eydís Ragna Einarsdóttir dæmdi á Norðurlandamóti U16 stúlkna
Eydís er hér lengst til hægri á myndinni.
U16 ára lið kvenna lék á dögunum á Norðurlandamótinu, en það fór fram í Noregi. Á mótinu voru þó fleiri Íslendingar, en Eydís Ragna Einarsdóttir starfaði þar sem dómari.
Í fyrstu umferð var hún aðstoðardómari í leik Englands og Þýskalands. Í annarri umferð tók hún þátt í tveimur leikjum. Annars vegar var hún aðstoðardómari í leik Danmerkur og Hollands og hins vegar var hún fjórði dómari í leik Noregs og Finnlands.
Í lokaumferð riðlakeppninnar var hún síðan aðstoðardómari í leik Svíþjóðar og Þýskalands og var einnig á línunni í leik Englands og Finnlands, en þar var leikið um 7. sæti á mótinu.